141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[17:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar fyrra atriðið sem hv. þingmaður nefnir, að sækja ekki kirkju við þingsetningu, þá er það einfaldlega þannig að ég geri ráð fyrir að töluvert af þingmönnum séu ekki skráðir í þjóðkirkjuna. Ég hef ekki orðið vitni að því að þeir þingmenn sem kosið hafa að sleppa því að mæta hafi gert það að blaðaefni. Mér hefur sýnst aðrir sem hafa gagnrýnt þá hafi gert meira úr því í fjölmiðlum.

Ég mótmæli því að menn hafi sagt að annarleg sjónarmið hafi ráðið því að kirkjan bauðst að safna fé. Menn töldu hins vegar að það væri kannski ekki hlutverk hennar og ekki endilega eðlilegt að þjóðkirkjan stæði í því. Það er tvennt ólíkt að gera mönnum upp annarleg sjónarmið og telja að það sé ekki réttur vettvangur kirkjunnar að standa í slíkri söfnun.

Ég held að hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson hafi sennilega gert meira úr því þegar ákveðnir þingmenn ákváðu að sleppa því að mæta í kirkju heldur en þeir sjálfir og auglýst það upp.