141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

opinber störf á landsbyggðinni.

[14:08]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Að sjálfsögðu munum við taka til skoðunar öll þau erindi sem berast ráðuneytinu og auðvitað legg ég mikið upp úr samráði við sveitarfélögin og landshlutasamtök sveitarfélaga, það höfum við reynt að rækja sem allra best. En ég vil ítreka og legg áherslu á að hvað varðar stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið, sýslumannsembættin, að ekki er verið að leggja skrifstofurnar niður, en það er það sem gagnrýnt hefur verið síðustu vikur. Við erum að tala um að einn maður gegni stjórnunarhlutverki fyrir báðar þessar skrifstofur.

Ef við værum að leggja skrifstofuna niður og draga úr þjónustustarfsemi væri það náttúrlega alvarlegur hlutur, en ég tel að með þessu móti samhæfum við kraftana og nýtum þjónustuna betur fyrir þá sem byggja þetta svæði. Það er markmiðið með þeim breytingum (Forseti hringir.) og ráðstöfunum sem við grípum nú til.