141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[14:12]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er margt í þessu frumvarpi frekar óljóst og nauðsynlegt að hv. nefnd taki málið til frekari skoðunar. Hér er um að ræða mjög mikilvægan þátt í þjóðlífi okkar Íslendinga og því er nauðsynlegt að fara fram með gát og af yfirvegun.

Ég mun sitja hjá í atkvæðagreiðslunni í trausti þess að sú nefnd sem um málið fjallar muni taka það til skoðunar milli 2. og 3. umr. og þau fjölmörgu álitaefni sem fram hafa komið skýrist áður en við höldum til 3. umr. um málið.