141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

sveitarstjórnarlög.

449. mál
[15:42]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Markmiðið er að kosning geti farið fram með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að menn geti kosið við tölvur sínar. Hins vegar er þetta þróunarverkefni og við erum að leggja drög að undirbúningi að reglugerð um framkvæmd þessarar kosningar. Hér er sem sagt um tilraunaverkefni að ræða sem við eigum eftir að þróa.