141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

bókhald.

93. mál
[17:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Þetta mál og hið næsta á dagskrá, hið 12., ársreikningar, eru mál nokkuð tæknilegs eðlis sem varða bókhald og ársreikninga og miða breytingarnar sem ráðuneytið lagði til í stjórnarfrumvarpi einkanlega að því að skýra hlutverk skoðunarmanna og endurskoðenda, og síðan að skýra betur ýmsa þætti er lúta að bókhaldi og skilum á ársreikningum. Þau atriði sem einkanlega var fjallað um í nefndarumfjölluninni lúta að upplýsingum um eigendur félaga sem við ræðum betur undir næsta dagskrárlið sem snýr að ársreikningum. Sömuleiðis ýmsar einfaldanir í tengslum við bæði bókhald og ársreikninga. Nefndarálitið er að finna á þingskjölum 93 og 94. Leggur meiri hlutinn til að með þeim breytingartillögum sem hann flytur við málin verði þau samþykkt og gerð að lögum.