141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

106. mál
[18:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er á ferðinni mál sem lýtur að samræmingu og um leið innleiðingu ýmissa ákvæða úr um fjórum gerðum á Evrópska efnahagssvæðinu og sömuleiðis á samþykkt Evrópuþingsins og lýtur að löggjöf okkar um verðbréfasjóði.

Nefndin gerði í umfjöllun sinni óverulegar breytingar á hinu upphaflega frumvarpi. Það eru þrjár breytingartillögur sem eru fyrst og fremst til skýringar og tæknilegs eðlis. Þær ásamt nefndarálitinu er að finna á þingskjali 896 og ég vísa til þess um leið og ég legg til fyrir hönd meiri hlutans að frumvarpið verði samþykkt óbreytt með þeim breytingum sem lagðar eru til.