141. löggjafarþing — 69. fundur,  23. jan. 2013.

störf þingsins.

[15:05]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Undir þessum lið minnir forseti hv. þingmenn á þann ræðutíma sem þeir hafa en forseta varð á í messunni. Það er ekki af því að forseti sé ólæs heldur flokkast það einfaldlega undir fljótfærni. Ég les aftur bréf frá hv. þm. Jóni Bjarnasyni, textann:

„Ég tilkynni hér að ég hef með bréfi í dag sagt mig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Ég mun starfa á Alþingi sem þingmaður utan þingflokka.

Virðingarfyllst,

Jón Bjarnason.“