141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

stimpilgjald.

294. mál
[13:51]
Horfa

Flm. (Ragnheiður Ríkharðsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta innlegg. Það er ein röksemdin fyrir því að það ætti að vera auðveldara að afnema þessi stimpilgjöld og þá í skrefum hvað varðar kaup á húsnæði til eigin nota. Ég vænti þess að hv. þingmaður, sem er meðflutningsmaður að þessu frumvarpi, beiti sér fyrir því í hv. efnahags- og viðskiptanefnd að þetta mál nái fram að ganga á þessu þingi.