141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

barnalög.

323. mál
[14:57]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka fram að mér finnst þetta jákvætt skref og legg til að menn taki þetta til alvarlegrar athugunar, en skoði jafnframt þá hluti sem ég hef bent á. Ég er ekki viss um að barni, sem verður svo fullorðið á endanum, nægi að vita með hvaða hætti það kom í heiminn eða hvernig það barst til foreldra sinna, heldur leiti það — á það hefur verið bent að börn muni alltaf reyna að leita uppi sitt líffræðilega foreldri. Ég vek bara athygli á þessu til að menn hafi það í huga til að vanda lagasetninguna sem best.