141. löggjafarþing — 73. fundur,  28. jan. 2013.

útgáfa og meðferð rafeyris.

216. mál
[17:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka undir þessa hugmynd. Ég vildi gjarnan að hún yrði rædd í nefndinni sem við sitjum báðir í, hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Eftir að bankarnir fóru að skrá á skattframtöl allar innstæður má segja að upplýsingaskyldunni sé fullnægt, þ.e. skattþegninn fær að vita að hann eigi þarna innstæðu en hann er ekki varaður við þegar þessi 20 ár líða ef hann hreyfir ekki innstæðuna á þeim tíma. Segjum að eldra fólk eigi innstæðu, þá getur hún bara allt í einu horfið eftir 20 ár og birtist ekki lengur á skattframtalinu.