141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:34]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra yfirferðina á þessum mikla lagabálki. Það er eitt sem mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um sem kemur fram í umsögn um frumvarpið, þ.e. að umsóknum hefur fjölgað um 50% á milli áranna 2011 og 2012 en dvalardagarnir hafa í raun og veru tvöfaldast og þar af leiðandi er kostnaðurinn helmingi hærri, hann tvöfaldast líka. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um tenginguna á milli þessara tveggja atriða, hvað hafi breyst í meðferðinni eða hvort hún geri að verkum að það sé kominn svo hár þröskuldur að hann lengi tímann.

Eins vil ég spyrja hæstv. ráðherra um væntingar hans um að þetta mál verði klárað á þessu þingi. Hæstv. ráðherra sagði hér í lokin að hann vonaðist til góðrar og efnislegrar málsmeðferðar í þinginu en lagði hins vegar mikla áherslu á að málið hlyti brautargengi. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um væntingar hans um að klára þetta mál á þessu þingi.