141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:38]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við ræddum hér áðan um fjölda hælisleitenda til Íslands og ég gat þess að þar væru miklar sveiflur, til að mynda hefðu fleiri komið hingað 2007 en í fyrra og þó var það ár í hámarki eða meðal þeirra ára sem umsóknir hafa verið flestar.

Hvað varðar kostnaðinn af þessu er alveg rétt hjá hv. þingmanni að það kann að vera erfitt að meta hann. Bara það eitt að hingað komi 40–50 hælisleitendur umfram það sem gerðist árinu áður gerbreytir öllu fjárhagsdæminu.

Síðan er það hitt sem er alveg rétt að framkvæmdin, þ.e. reglugerðin sem ákvarðar málsmeðferðina nánar, kann einnig að skipta máli. (Forseti hringir.) Því greiðari leið innan stjórnsýslunnar sem við kunnum að geta tryggt með þessum lagabreytingum því minni tilkostnaður.