141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:40]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki alveg í stakk búinn til að svara í smáatriðum spurningum um einstakar greinar, ég vona að hv. þingmaður virði mér það til vorkunnar, en ég hygg að í þeirri grein þar sem fjallað er um dvalarleyfi, skírskotað til þess sem á ensku er kallað „working holidays“, sé um að ræða samninga sem eru á forræði utanríkisráðuneytisins og hafa ekki verið fullgerðir eftir því sem ég veit best. Þessi hugsun er í núgildandi lögum og þarna er verið að skerpa á henni.