141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:42]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessa framsögu. Hér er um stórt og viðamikið mál að ræða með talsverðum breytingum frá því hvernig við höfum farið með þessi mál hingað til.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra aðeins út í 48. gr. þar sem er verið að tala um skilgreiningu á börnum yngri en 18 ára. Hvaðan kemur þessi skilgreining á 18 ára aldrinum? Er þessa fyrirmynd að sækja í löggjöf annarra ríkja? Hvernig er þetta eiginlega rökstutt? Hér er, eins og ég les þetta, í raun og veru verið að framlengja hugtakið „barn“, þ.e. að ef umsókn er komin inn meðan aðili er ekki orðinn 18 ára, þrátt fyrir að hann verði 18 ára á umsóknartímabilinu, þá eigi að framlengja hugtakið barn í slíkum tilvikum. Hvaðan er þessi fyrirmynd og hver er hugsunin á bak við þetta vegna þess að það er ekki útskýrt í greinargerðinni?