141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:45]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Almennt er barn barn fram að 18 ára aldri. Við 18 ára aldur er minn skilningur á öllum íslenskum lögum sá að viðkomandi einstaklingur sé ekki lengur barn.

Erum við að tala um að framlengja þessi aldursskil í ákveðnum tilvikum þannig að einstaklingar sem eru orðnir 18 ára, og þess vegna rúmlega 18, njóti þá réttinda sem börn þrátt fyrir að þeir séu hættir að uppfylla skilyrði þess að teljast börn? Ég átta mig ekki á þessu.