141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál á sér nokkurn aðdraganda. Þar af leiðandi er svolítið sérstakt að enn skuli vera uppi vangaveltur um það hver sú skilgreining sem fjallað er um í frumvarpinu og í nefndarálitum sé. Þar af leiðandi er það okkar mat í þingflokki framsóknarmanna að ekki sé rétt að samþykkja frumvarpið eins og það lítur út hér í dag.

Það þarf að skýra betur hvenær félag er lífsskoðunarfélag og hvenær ekki, þetta er of matskennt eins og lagt er upp með þetta. Þar af leiðandi munum við ekki samþykkja þetta frumvarp hér.