141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég hefði viljað ganga lengra. Ég lít samt svo á að þetta sé ákveðið framfaraskref varðandi mannréttindi hérlendis. Ég hefði viljað aftengja það að börn væru skráð inn í trúfélög þegar þau fæðast. Þetta er þó skref í rétta átt og næst tökum við skrefið til fulls.