141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:53]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Við verðum að horfast í augu við það að þessi ríkisstjórn hefur að mínu mati leynt og ljóst vegið að undirstöðu bæði kirkju og kristni hér í landinu. (Gripið fram í.) Það er mín skoðun.

Menn hafa talað um jafnréttisskref og mannréttindaskref. Það er tvennt sem ég hef beðið um í nefndinni, annars vegar að betur yrði farið yfir skilgreiningu á lífsskoðunarfélögunum. Því var hafnað. Hins vegar bað ég um að skoðað yrði hvaða áhrif þetta frumvarp hefði á sóknarstarf í landinu. Því var hafnað.

Því var hafnað eins og öllu sem lýtur að því að skoða og vinna málið betur.

Ég fór fram á þetta, því var hafnað og þess vegna segi ég nei við málinu.