141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

155. mál
[15:55]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil fá að nota tækifærið sem 1. flutningsmaður málsins og þakka hv. allsherjarnefnd fyrir afgreiðslu þess og þá góðu samstöðu sem um það hefur ríkt. Ég þakka líka meðflutningsmönnum mínum, hv. þingmönnum Ólöfu Nordal, Birki Jóni Jónssyni, Álfheiði Ingadóttur og Margréti Tryggvadóttur, fyrir atbeina þeirra. Ég fagna því að hér megi verða að lögum þessi réttarbót fyrir börn í landinu um alla framtíð og vona að þetta verði hvatning til þess að aðrir mannréttindasáttmálar, svo sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, verði fyrr en síðar lögfestir á Íslandi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)