141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

fundarboð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

[16:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er ekkert klúður á ferð (EKG: Þú ert ein um þá skoðun.) og ekkert af því sem hv. þm. Einar K. Guðfinnsson segir er rétt í (Gripið fram í: Það er ekki rétt.) (Gripið fram í: Hvaða dónaskapur …) — Virðulegi forseti. Ég vonast til að ég fái pínulítið lengri tíma, ég ruglaðist, það er hrópað að mér hér.

(Forseti (ÁRJ): Forseti bendir þingmanninum á að hann hefur orðið.)

Já, takk fyrir. — Ef menn vilja ekki vinna málið, ef menn óska eftir — það er mjög góð greinargerð með þessu ákvæði í nefndaráliti meiri hlutans. Óskað var eftir því að skýra þyrfti þetta eitthvað nánar, þá bara skýrir fólk það sjálft, ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru mál nú oft unnin þó að þau séu ekki unnin þannig hér í þessu þingi þar sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál. (EKG: Eins og Icesave-málið!)