141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

fundarboð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

[16:22]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Það er sérkennilegt að heyra fólk koma hingað upp og fara að tjá sig um málin án þess að hafa lesið nefndarálitið því að þar kemur skýrt fram að nefndin ætli að halda áfram að fjalla um málin. Ég er nú í þessari nefnd og hef starfað með meiri hlutanum að þessu máli og meðal annars lagt fram þetta plagg. Þetta er náttúrlega mál nefndarinnar og hún ræður því algjörlega sjálf hvenær hún fjallar um það.

Ég vona að 2. umr., sem nú er um það bil að fara að hefjast, verði góð og málefnaleg. Ég ætla að hlusta á ræðurnar, hlusta á hvað þingmenn hafa fram að færa. Mál eiga ekki að koma tilbúin og óumbreytanleg til 2. umr.; sú umræða og umræða í þingsal er fyrir okkur til þess að ræða málin, færa fram rök, með og á móti, hlusta. Svo getum við unnið málið áfram ef þarf.