141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum leitað til sérstakra sérfræðinga um framsal ríkisvalds. Ég man eftir því þegar sektarvald var veitt Flugmálastofnun Evrópu. (Gripið fram í: Eftirlitsstofnun EFTA.) Nei, nei, sektarvaldið var ekki veitt Eftirlitsstofnun EFTA. (Gripið fram í: Jú, jú.)

Nei, nei. (Gripið fram í: Jú, jú.) Nei, nei, nei, nei. (Gripið fram í: Jú, jú.) Ég greiddi sjálf atkvæði með því og veit nákvæmlega, ég sagði að ég ætlaði að láta flugstarfsemina njóta vafans í þessu skyni og leyfa þessari Flugmálastofnun Evrópu að beita sektarvaldi eins og þyrfti. Það er mjög ólíklegt að það þurfi og þetta er um eitthvað pínulítið atriði en það breytir því ekki að sektarvaldinu var veitt annað.