141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að gera eina athugasemd við efnismikla ræðu hv. þingmanns. Hún varðar kostnað vegna Feneyjanefndarinnar sem ég hef reyndar svarað þingmanninum ótal oft. Kostnaðurinn sem Ísland ber af því er fargjald fyrir ritara, sem fór ásamt mér til Feneyja, og dagpeningar fyrir hana og síðan einn málsverður sem nefndarmönnum var boðið til á meðan nefndin dvaldi hérna. Enginn kostnaður lagðist á íslenska ríkið vegna ferðalags mín í þessa ferð til Feneyja.