141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er þessi umræða sem hefur komið fram í nefndinni varðandi þessi lagasetningarákvæði sem eru ákveðin í þessu frumvarpi, að taka eigi nánar á því með almennilegri lagasetningu. Þá er það náttúrlega svo svifaseint vegna þess að það eru svo mörg ákvæði þarna inni sem þurfa að uppfylla þetta. Alþingi hefur ekki undan að setja lög sem kveðið er á um í stjórnarskránni, þess vegna er verið að tala um að frestun verði á gildistöku einhverra ákvæða. Ég hef aldrei heyrt það í stjórnarskrárrétti að sett sé stjórnarskrá í ríki og svo taki hluti stjórnarskrárinnar gildi eftir svo og svo mörg ár þegar löggjafinn er búinn að uppfylla einhverja lagaskyldu sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Með þessu skapast væntingar hjá borgurunum og þeir geta farið að reka dómsmál á væntingum sem eru tilvonandi. Þannig að þetta er bara enn einn áfellisdómurinn yfir þessu frumvarpi. Þess vegna verðum við að leggja það til hliðar og breyta þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem þarf að breyta.