141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[10:33]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Það var ekki ætlun mín að særa nokkurn mann. En hins vegar liggur algerlega ljóst fyrir að á þessum tíma sem Icesave-samningarnir voru til meðferðar í þinginu, og sá sem hér stendur átti m.a. sæti í fjárlaganefnd sumarið 2009, var gríðarlegum þrýstingi beitt til að reyna að ná því máli út án þess að meiri hluti væri fyrir því á þinginu. Það var ekki vilji til þess, meðal annars af hálfu hv. þingmanns á sínum tíma, til að setja nokkra fyrirvara við málið. (Gripið fram í.) Beitt var ítrekað gríðarlegum þrýstingi (Gripið fram í.) til að taka málið út úr fjárlaganefnd án þess að, hv. þingmaður, settir væru ákveðnir fyrirvarar við það. Vegna þess að ekki var meiri hluti fyrir málinu í fjárlaganefnd var farið í vinnu við gerð þessara fyrirvara. (Gripið fram í.) Þá var farið í vinnu við gerð fyrirvaranna.

Saga þessa Icesave-máls (Forseti hringir.) verður vörðuð af þessum þrýstingi. Hæstv. ráðherrar þurftu meðal annars að segja af sér ráðherradómi. (Forseti hringir.) Ég vil segja að það var ekki ætlun mín að særa nokkurn mann en það er rétt að sannleikurinn komi fram í málinu.