141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:28]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Spyrja má, frú forseti, hvort í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu hafi birst þjóðarvilji. Spyrja má hvort stjórnlagaráð hafi endurspeglað þjóðina. Þátttaka í þessum atkvæðagreiðslum var mjög slök. Meginmálið (Gripið fram í.) er að Alþingi hefur ekki gefist sá tími sem þörf er á til að gaumgæfa þetta mál. Þá vísa ég enn og aftur til ræðu minnar um að það þarf að fara nákvæmlega í hvert atriði. Það átti ekki einu sinni að gefa kost á skriflegum athugasemdum og umsögnum fræðimanna o.fl.