141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:41]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég taldi að þessi grein væri óþörf út frá öðrum alþjóðasamningum. Það sem ég tel hins vegar mikilvægast eða mikilvægasta ágallann á greininni er að hún skuli ekki taka til dýrmætra menningarverðmæta eða þjóðareignar í einkaeigu, þ.e. ég vildi koma í veg fyrir að það sem eru viðurkennd fornrit og eru í einkaeigu á Íslandi séu flutt úr landi. (Gripið fram í.) Ég mundi setja það í stjórnarskrána svo að það skýrist.