141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[14:18]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni varðandi það að störf þingnefndanna hafi verið til einhverra málamynda í þessu efni, síður en svo. Ég get ekki betur séð en að umsagnir þingnefndanna séu mjög ítarlegar, málefnalegar og umfangsmiklar og margt fróðlegt sem þar er dregið fram. Kallaður var fyrir fjöldinn allur af lykilaðilum sem hafa tekið þátt í þessari umræðu.

Ég get alveg fullyrt og upplýst það, eins og ég reyndi að gera í umræðunni áðan, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tók mið af mörgu því sem kom fram í þeim umsögnum sem sérmerki í þeim breytingartillögum sem hafa verið kynntar, og eru yfir 50 talsins, við þann texta sem áður lá fyrir. Það er fullur samhljómur á milli breytingartillagna sem þar birtast og þess sem kom út úr umsögnum og yfirferð viðkomandi þingnefnda.