141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[14:31]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Persónukjörið gengur auðvitað út á það að menn kjósa ýmist og, bæði lista og einstaklinga, þannig að þeir geta kosið sinn lista og listinn tryggir það með kosningu að viðkomandi framboðslisti fær ákveðið vægi og fjölda fulltrúa út úr lokatölum. Hitt atkvæðið er í raun og veru persónuatkvæðið og það má nýta á margvíslegan hátt. Menn geta valið einn einstakling eða upp í 10–20 eftir því hvernig menn vilja útfæra það.

Að setja fram þetta ákvæði í 39. gr. eins og við erum að gera tillögu um opnar fyrir það að fá tækifæri til þess að gera margvíslegar opnanir í kosningakerfinu, (Gripið fram í: … tilraunir.) ja, tilraunir ef menn vilja orða það þannig. Ég held að menn eigi hins vegar að leitast við að ná samkomulagi á þingi. Þetta hefur yfirleitt alltaf staðið í vegi fyrir því að einhver þróun verði í þessum efnum hér í þinginu vegna að menn eru svolítið uppteknir af því að reikna sig og sín kjördæmi út og suður.

Við eigum ekki að byggja þetta á þeim grunni heldur opna þetta fyrir íbúana og almenning og þjóðina, að hún hafi aukið val og frelsi.