141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:51]
Horfa

Valgeir Skagfjörð (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara því. Það er ábyggilega nóg til af lögspekingum sem geta fundið út úr því hvernig hægt er að yfirfæra hugsun og hugblæ þessarar stjórnarskrár yfir í flókinn lagatexta og reglugerðir og því um líkt. Ég óttast það ekki. Ég treysti því að lögmannastéttin á Íslandi og dómarar og aðrir sem koma að dómsmálum hér á landi hafi til að bera greind og brjóstvit til að skynja þetta. Ég óttast það ekki.