141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:23]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Ég held að sagan um úlfinn og kiðlingana sjö sé úr Grimmsævintýrum, mig minnir það en þyrfti að fletta því upp. Úlfurinn borðaði krít, en ég minni á að hann hafði ekkert gott í huga þannig að þetta er kannski ekki heppileg samlíking. Mitt sjónarmið og markmið er að minnsta kosti að við skiptum kökunni jafnt. Þá er ég að tala um jafnt vægi atkvæða, auðlindirnar og allt saman. Mér finnst ekki annað heiðarlegt en að segja það bara með minni eðlilegu krítarlausu röddu.