141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:35]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að koma í andsvar við hv. þm. Róbert Marshall vegna þess að hann er flutningsmaður frumvarpsins en sá sér ekki fært að skrifa undir nefndarálitið sem fylgir því nú. Hann var samþykkur því að taka málið úr nefnd til að það færi hér í efnislega umræðu en þingmaðurinn hefur orðið miklar efasemdir um allt þetta mál þrátt fyrir að vera flutningsmaður þess.

Nú virðist fuglinn vera að fá vængi. Hv. þm. Róbert Marshall greiddi atkvæði með Icesave-samningunum og flokksmaður hans í Bjartri framtíð, hv. þm. Guðmundur Steingrímsson, sat hjá í Icesave-samningunum og nú er sú staðreynd komin í ljós að við sem vorum á móti samningunum höfðum rétt fyrir okkur á lögfræðilegum grunni og hefur alþjóðadómstóll kveðið upp um það okkur í hag. Þess vegna spyr ég þingmanninn: Getur verið að eftirgjöf hans í þessu máli í þinginu minni of mikið á hina slæmu Icesave-samninga sem dæmdir voru ógildir nú á dögunum og þess vegna sé hann farinn af málinu?