141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

undanþága fyrir sorpbrennsluna á Klaustri.

[15:20]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Að því er varðar aðalskipulag Mýrdalshrepps vil ég segja að með nýjum skipulagslögum sem gengu í gildi 2010 varð nokkur breyting á afgreiðslumáta aðalskipulaga. Áður þurfti ráðherra að staðfesta eða afgreiða aðalskipulag allra sveitarfélaga. Síðan var sú breyting gerð að það kemur einungis til kasta ráðherra ef um er að ræða ágreining milli sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar. Hér er um slíkt dæmi að ræða, þ.e. Skipulagsstofnun telur að ekki beri að staðfesta umrætt skipulag og ágreiningnum milli Mýrdalshrepps og Skipulagsstofnunar er síðan skotið til ráðuneytisins. Þetta er gríðarlega flókið mál og það ríður á að þetta sé gert þannig að öllum efnisatriðum sé til haga haldið, m.a. þeim sem hv. þingmaður nefnir hér. (Forseti hringir.) Ég tel að niðurstöðu málsins sé að vænta á allra næstu vikum.