141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

dagskrá næsta fundar.

[17:18]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari dagskrártillögu hv. þm. Þórs Saaris, sem sérstakur áhugamaður um að koma fiskveiðistjórnarmálinu hér inn í þingið og koma því til þinglegrar meðferðar. Þetta er eitt af stærstu málunum sem ríkisstjórnin hefur haft í fangi sínu allt þetta kjörtímabil og löngu tímabært að við getum komið því í endanlegri mynd til þinglegrar meðferðar. Ekkert er óeðlilegt við það að við nýtum andrými hér í dagskrá þingsins til þess að gera það en að sjálfsögðu, sem sérstakur áhugamaður um stjórnarskrána og lyktir þess máls, geri ég fastlega ráð fyrir því að hún komist aftur á dagskrá fljótt og vel enda reikna ég með því að við afgreiðum fiskveiðistjórnarfrumvarpið fljótt og vel til nefndar.