141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

dagskrá næsta fundar.

[17:20]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Framganga þessa stjórnarskrármáls gerir það að verkum að ég er að verða úrkula vonar um að það verði nokkurn tímann klárað. Ekki er gert ráð fyrir því í dagskrá þingsins alla þessa viku. Það eru 15 þingdagar eftir af þinginu. Ég tel sjálfur persónulega að ef ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn ætlar sér að heykjast á því að afgreiða stjórnarskrármálið þá hafi hann ekkert með það að gera að sitja hér deginum lengur. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég mun taka afstöðu til þess með þinglegum aðgerðum í þessari viku hvað ég geri í því máli.

Það er skömm að því ef þingið afgreiðir ekki stjórnarskrána og það á skilyrðislaust að fara heim með skottið á milli fótanna. (Gripið fram í: Heyr.)