141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[15:15]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi treysti ég því að menn geti komið sér saman um það heima í héraði hvernig þessum fjármunum verði best varið. Það hefur oft verið gagnrýnt að öllu sé miðstýrt frá ráðuneytinu og talað um ráðherraræði og annað því um líkt. Ég tel að það hljóti að vera hægt að koma að þessu borði og ráðstafa þessum fjármunum af sanngirni til þeirra byggða sem hafa orðið fyrir bresti út af kvótamissi. Ég treysti því að sú vinna verði fagleg og skili sér. (Gripið fram í: … byggðir?) Það eru ekki bara þær byggðir heldur á þessi hópur að fjalla um þetta. Ég treysti þeim hópi til að vinna að því verki heiðarlega og af sanngirni.

Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af einhverjum byggðum sem ganga vel í dag og eru vel settar. Þær halda áfram að vera vel settar og þurfa ekki á því að halda að fá einhvern sérstakan stuðning nema heimamenn telji að það sé eitthvað sérstakt (Forseti hringir.) sem leiði til þess að þær fái stuðning úr þessum sjóði.