141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[16:23]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Já, ég kom ekki að þessu í svari mínu. Hér er ekki um að ræða hlut sveitarfélaganna eða markaðs- og þróunarsjóðs, þannig að við höfum allt á hreinu, heldur er í þessari síðustu grein, sem er mikilvæg og ég minntist sérstaklega á í ræðu minni, átt við þau 40% sem ríkið nýtur af því fé sem hér er verið að tala um. Ráðherra eða ríkisstjórnin getur sem sé tekið hluta af þessu fé og ráðstafað því til þriggja verkefna. Það verkefni sem mér finnst mikilvægast er það að hægt er að taka hluta af þessum 40%, væntanlega hvaða hluta sem er, 39% þess vegna, og nota það til að kaupa inn í sjóðinn, kaupa inn á kvótaþingi til að efla hlutdeild kvótaleigunnar í heildarafla. (Forseti hringir.) Þetta finnst mér afar mikilvægt þó að það kunni að vera skringilegt að ríkið þurfi að kaupa þennan part aftur af útgerðarmanninum.