141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[17:00]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þingmaður ætti að kynna sér málið betur og kynna sér betur stefnu síns eigin flokks í sjávarútvegsmálum. (GBS: Talaðu ekki svona niður til fólks, Ólína.) Frumvarpið boðar frjálsan opinn leigumarkað með 20 þús. tonn í svokölluðum leigupotti og þar að auki opin frjáls leiguviðskipti með allar þær aflaheimildir sem útgerðin má auk þess leigja frá sér, sem er 25% réttur til þess, áunninn með veiðum.

Í þeirri samningaleið sem þingmaðurinn undirskrifaði sjálfur, verandi í nefndinni sem lagði þá leið til, voru nokkur grundvallaratriði. Til dæmis það að aflaheimildum yrði úthlutað með nýjum hætti á grundvelli nýtingarsamninga eða nýtingarleyfa og að tekinn yrði upp leigupottur.

Ég spyr hv. þingmann: Hvar urðu hans sinnaskipti í málinu eftir að þessi nefnd lauk störfum? Hér er auðvitað verið að fara (Forseti hringir.) samningaleiðina eins og alþjóð veit.