141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[19:48]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ef til vill ekki verið nógu skýr. Ég hélt því reyndar aldrei fram að sjávarútvegurinn hefði ekki lagt töluvert af mörkum til landsins og til byggða í landinu. Ég er hins vegar ekki sammála hv. þingmanni um það að á mörgum stöðum hafi ekki orðið þróun sem má jafnvel rekja til þess að greinin sótti fram til aukinnar hagræðingar. Það er ekkert út á það að setja endilega, en við því verður hins vegar að bregðast. Ég er ekki viss um að íbúar ýmissa staða á landinu séu sammála því að pólitíkin hafi með einhverjum hætti bætt fyllilega fyrir þann skaða.

Þurfum við ekki að gera enn betur til að rétta þennan halla þótt það væri ekki endilega gert með þeim aðferðum sem eru lagðar til í frumvarpinu en með einhverjum öðrum hætti þá?