141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

lengd þingfundar.

[15:50]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er vandlifað í henni veröld, a.m.k. í þessum þingsal, þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma hingað til skiptis og kvarta ýmist undan því að áliti Feneyjanefndarinnar skuli ekki hafa verið dreift um leið og það barst inn á nefndasvið, að menn skuli hafa ætlað sér að bíða eftir þýðingu, eða því að ekki liggi fyrir þýðing og þess vegna sé ekki hægt að ræða þetta. (Gripið fram í.)

Enn og aftur eru menn að hengja sig í umbúðir en ekki innihald. Menn eru að ræða málsmeðferð og form en ekki innihald málsins. Umræðan sem við erum í, hv. þm. Illugi Gunnarsson, er ekki ný. Við erum í miðri 2. umr. Sú umræða var mjög málefnaleg og góð og snerist ekki um form, heldur um innihald. Það er slík umræða sem þjóðin kallar eftir að við tökum þátt í hér (Forseti hringir.) þegar um stjórnarskrána er að ræða. (Gripið fram í.)