141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

lengd þingfundar.

[15:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er dálítið sérkennilegt fyrir grænjaxl eins og mig að fylgjast með svona hártogunum fram og til baka sem snúast reyndar ekkert um það sem verið er að tala um. Mig langar samt til að vekja athygli á orðum hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar þegar hann segir að mál batni ekki við umræðu í þinginu. (Gripið fram í: … ótækt …)

Það er ótrúlega mikil lítilsvirðing við þingið, finnst mér. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)