141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Mér þykja samnefndarmenn mínir bera sig ansi illa eftir þennan fund í hádeginu og virði þeim það til vorkunnar að þeir eru kannski ekki vanir því að kona stjórni fundi. Ég vil stjórna fundum rösklega og ekkert á þessum fundi var gegn fundarsköpum. Það var verið að ræða málsmeðferð um stjórn fiskveiða og farið eftir hefðbundnum leiðum, málið sett í umsagnarferli og menn máttu koma með athugasemdir og leggja til hverjir kæmu til viðbótar við þann lista sem lá fyrir og var ákveðið að senda út. Við getum kallað alla þá sérfræðinga fyrir nefndina sem óskað er eftir og það stendur ekkert gegn því að það verði gert. Ég skil ekki út á hvað þessi gagnrýni gengur hjá hv. þingmönnum.

Það var nefnt að sérstaklega væri óskað eftir því að Daði Már Kristófersson gerði skýrslu um þessi mál og fengi greitt fyrir. Ég vil bara (Forseti hringir.) benda á það að Daði Már Kristófersson (Forseti hringir.) er nú starfsmaður veiðigjaldanefndar svo menn verða að horfa á það í því samhengi. Hann verður vissulega kallaður fyrir nefndina ásamt þeim sem eru á umsagnalistanum.