141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:09]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er annað ástand í þessari nefnd en í hv. efnahags- og viðskiptanefnd sem hv. þm. Helgi Hjörvar stýrir og hefur tekist bara býsna vel að sjá til þess að allir vinni saman þó að menn séu ekki sammála. Ég held að það sé það sem menn eru hér að gagnrýna. Ef hv. þm. Helgi Hjörvar sem er með minnugri mönnum, og þekki ég það eftir að vera búinn að vinna með honum í tíu ár á hv. Alþingi og í borgarstjórn áður, man ekki eftir svona tuði er alveg kjörið að rifja upp að þegar málið var aðeins öðruvísi og hv. þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna voru í stjórnarandstöðu var hv. Alþingi í fullkomnu uppnámi í nokkra daga þegar þáverandi hv. þm. Ásta Möller tók sig til og sendi mál til umsagnar áður en búið var að tala fyrir því. Fóru menn þá mikinn.

Ég vildi bara rifja þetta upp, virðulegi forseti, úr því að menn eru búnir að gleyma hvernig umræðan (Forseti hringir.) hefur verið hér á undanförnum árum.