141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:23]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er hárrétt sem kom fram hjá hv. þm. Lilju Rafney Magnúsdóttur að menn eru að blanda efnislegum ágreiningi málsins sjálfs inn í alls konar þæfing um formið. Þetta er einföld tafataktík og ekkert annað. (Gripið fram í.) Hv. þm. Illugi Gunnarsson spyr hvort við teljum þetta eðlileg vinnubrögð sem áttu sér stað í nefndinni í morgun. (GÞÞ: Það var ég.) Fyrirgefið, það var hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, afsakið. (Gripið fram í.) Að koma máli fljótt og vel til umsagnar, já, það eru eðlileg og góð vinnubrögð og það var ekkert út á það að setja, en tafataktíkin sem ákveðnir þingmenn reyndu að beita í nefndinni í morgun voru hins vegar ekki eðlileg vinnubrögð og ekki til fyrirmyndar. (Gripið fram í.) Það er ekki til fyrirmyndar að reyna að bregða fæti fyrir að mál komist til eðlilegrar afgreiðslu og umsagnar og í framhaldi af því til áframhaldandi umfjöllunar í nefndum. (Gripið fram í.)