141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:53]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir ræðu hans. Það er svo mikið að ræða í þessu frumvarpi að svo stuttur ræðutími dugar náttúrlega ekki.

Mig langar að spyrja þingmanninn hvort hann hafi heyrt um það áður að frumvarp komi ekki inn í þingið með tilbúinni greinargerð. Nú hefur það komið í ljós þann stutta tíma sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft frumvarpið til vinnslu í nefnd að greinargerð með frumvarpinu er ónothæf. Nefndinni hefur verið ráðlagt að reyna að lappa upp á það með nefndaráliti og framhaldsnefndaráliti þannig að lögskýringargögnin eru komin niður í framhaldsnefndarálit og ræður þingmanna. Er þetta boðlegt þegar stjórnarskráin sjálf liggur undir?