141. löggjafarþing — 81. fundur,  14. feb. 2013.

utanríkis- og alþjóðamál.

593. mál
[12:06]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég hef margoft sagt við þennan hv. þingmann, og reyndar fleiri þingmenn, snýst þetta ekki um undanþágur. Ég hef alltaf sagt að Ísland muni ekki fara fram á undanþágu heldur muni Ísland beita sér fyrir því að ná fram sérlausnum. Þannig hafa fyrri umsóknarþjóðir leyst margvísleg vandamál milli löggjafa sinna þjóða og Evrópusambandsins, með sérlausnum og þær eru varanlegar. (JBjarn: Nei …) Jú. Hv. þingmaður getur bara skoðað … (JBjarn: Það er bara rangt.) sérlausnir sem verða teknar verða hluti af öllum rammanum og það á hv. þingmaður að vita. (JBjarn: Þetta er bara rangt.) Ég hvet hann einfaldlega til þess að lesa skýrsluna sem (JBjarn: Þetta er ósk.) Björn Bjarnason ritstýrði, reyndar ásamt mér. (JBjarn: Þetta er misskilningur og rangt.)