141. löggjafarþing — 81. fundur,  14. feb. 2013.

utanríkis- og alþjóðamál.

593. mál
[12:11]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður tók sjálf þátt í að afgreiða þingsályktunartillögu um þjóðaröryggisnefnd. Miklar umræður urðu um hana og muni ég rétt er þetta einn af þeim þáttum sem vísað var til að nefndin ætti að fjalla um og vinna að því að komast að sameiginlegri sátt um málið. Öðru get ég ekki svarað. Málið er statt þar og ég ætla ekki að grípa fram fyrir hendur þeirrar nefndar, það er algjörlega ljóst.