141. löggjafarþing — 81. fundur,  14. feb. 2013.

utanríkis- og alþjóðamál.

593. mál
[15:05]
Horfa

Jón Bjarnason (U) (andsvar):

Herra forseti. Það er svo sem von að hæstv. utanríkisráðherra sé farinn að ryðga í þeim málum en í bréfi frá Evrópusambandinu sem fylgdi þessu var einmitt svona spurning, með leyfi forseta:

„Hvenær og hvernig ætlar Ísland að aðlaga sinn lagaramma hvað varðar lögbært stjórnvald, forsendu faggildingar, stofnunar greiðslustofu, tilnefningar vottunaraðila?“

Í öðru lagi:

„Hver er í dag staða mála varðandi stofnun greiðslustofu og hvaða stofnun, ráðgerð, mönnun og nauðsynleg þjálfun verður orðin tilbúin á aðildardegi?“

Þarna var sett fram bein krafa og þetta er sett fram sem opnunarskilmálarnir fyrir landbúnaðarkaflann.

Ég leyfi mér því aftur að vitna til þeirra orða sem ég sagði áðan, af því að hæstv. utanríkisráðherra hefur gleymt þeim. Í textanum segir beint:

„Því er brýnt að biðja Ísland um að kynna áætlun og leiðbeinandi tímasetta áætlun sem lýsir því hvernig mætt verði öllum kröfum Evrópusambandsins (Forseti hringir.) á aðildardegi.“

Síðan er það tíundað nánar, (Forseti hringir.) lög og stofnanir … o.s.frv. (Forseti hringir.) þannig að það lá fullkomlega fyrir af hálfu …