141. löggjafarþing — 82. fundur,  15. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[11:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þannig að hér í þessum sal getum við ákveðið hvernig við högum þessu alveg hreint eftir því sem við viljum. Auðvitað getum við gert samkomulag um það í þessum sal að málið fari nú inn í nefndina aftur og að við ræðum það og síðan getum við ákveðið hvernig við högum 3. umr., og þingmaðurinn getur með samkomulagi talað eins lengi og hann vill. Það er nú þannig sem þessi salur er að við getum ákveðið það ef við viljum. Þannig að ef vilji stendur til mundi ég alveg samþykkja að hv. þingmaður talaði lengi um þetta mál í 3. umr. Það er ekkert sem stendur gegn því og ég endurtek að ég er mjög ánægð yfir því að við höfum náð upp efnislegri umræðu um ákveðnar greinar í þessu mikla frumvarpi og efni sem við erum að fást við hér í dag.