141. löggjafarþing — 82. fundur,  15. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður nefnir ítrekað að Framsóknarflokkurinn vilji koma inn ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindinni og hann kvartar yfir því að nefndin vandi sig við það verk eins vel og hún getur. Það má ekki heldur. Þá spyr ég: Hvar eru tillögur Framsóknarflokksins í því? Hvers vegna hefur Framsóknarflokkurinn, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, ekki komið fram með þær tillögur sem Framsóknarflokkurinn vill fá inn í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindinni?